Um daginn var ég plötuð til að prófa brúnkugel frá Lancome í fyrsta sinn. Kremið kallast Flash Bronzer og er í gelformi, kemur í flösku með pumpu sem gerir það að verkum að maður stjórnar vel magninu sem kemur í lófann.
Ég verð að viðurkenna að ég var frekar hikandi, hrædd um að fá þetta appelsínugula útlit sem minnir mig helst á gulrót frekar en eitthvað annað en ég ákvað að láta slag standa og skellti gelinu á mig.
Ég þreif vel á mér andlitið fyrir kremburðinn, dreyfði gelinu ofurvandlega á andlitið og hafði þunnt lag, brosti framan í spegilinn og skreið upp í rúm, svolítið hikandi að vakna daginn eftir og þurfa að líta í spegil. Kannski beið mín appelsínugult gulrótarandlit!
Þegar ég vaknaði um morguninn var eins og ég hefði farið á ströndina um nóttina og fengið örlítinn lit, ég var frískari í framan og kom vel út að smyrja meiki yfir brúnkuna en ég var enganvegin appelsínugul og varð húðin ekki glansandi um daginn.
Ef þú vilt ekki setja gelið á þig áður en þú ferð að sofa getur þú auðveldlega borið það á þig, beðið í 10 mínútur og sett svo meik yfir. Þá er reyndar aðeins meiri hætta á að húðin á þér glansi meira en hún er vön þann daginn – en það er reyndar mjög persónubundið og um að gera að prófa.
Ég prófaði að bera kremið á mig tvo daga í röð og þar sem ég er með mjög ljósa húð var ég ekki alveg að ‘læka’ það, en þær sem eru með dekkri húð en þessi dæmigerða glæra íslenska húð ættu auðveldlega að geta notað gelið nokkra daga í röð.
Nú set ég alltaf á mig brúnkugelið kvöldið áður en ég er að fara gera eitthvað skemmtilegt daginn eftir og oftar en ekki fæ ég komment um að ég líti svo geislandi vel út.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.