Hvort sem þú ert með augnháralengingar eða hefur átt í vanda með að ná neðri augnhárunum fullkomnum þá er þessi litli gaur alveg að slá í gegn…
Virkar svolítið eins og eitthvað “gimmick” þegar þú heyrir fyrst um hann en Bottom Lash, eða neðri augnhára maskarinn frá Clinique er algjör snilld. Hann er með pínulitlum bursta sem nær fíngerðu augnhárunum á neðri augnhvarmi alveg fullkomnum! Svo geturðu líka notað hann á litlu ‘kisu’ augnhárin á efri, þessi sem eru alveg úti í enda.
Hann þekur neðri augnhárin alveg fullkomlega án þess að þau klessist og endist mjög lengi í einu. Þær sem eru með augnháralengingar nota aldrei maskara á augnhárin en þessi neðri verða þá útundan. Þessvegna er snilld að kaupa bara bottom lash og nota hann.
Hann er líka frábær fyrir stelpur sem eru með stutt eða mjög fíngerð neðri augnhár því hann kemur alveg í veg fyrir klessuvesen.
Prófaðu þennan. Hann kom á markað hér í sumar og vinsældirnar hafa farið sívaxandi *blikk*
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.