L’Occitane en Provence voru að senda frá sér enn eina snilldina, nýja línu sem heitir Bonne Mére en sú er ofnæmisprófuð, barna og umhverfisvæn.
Vörurnar koma í stórum umbúðum og henta því vel fyrir alla fjölskylduna um leið og þær taka tillit til náttúrunnar. Umbúðirnar eru endurvinnanlega og koma úr plasti sem er 95% úr endurnýjanlegum plöntugrunni.
Hlutlaust Ph gildi – gott við þurrki
Í Bonne Mére línunni eru allar vörur með hlutlausu Ph gildi sem gerir þær tilvaldar fyrir þurra húð, eitthvað sem flestir íslendingar kannast vel við og þá sérstaklega á veturna. Hlutlausa Ph gildið kemur í veg fyrir að húðin þorni of mikið og um leið fær hún raka og næringu.
Bonne Mére vörurnar henta jafnframt börnum eldri en þriggja ára mjög vel en auðvitað getur öll fjölskyldan notað vörurnar sem ilma vel og eru mildar og ljúfar í senn.
Eitt af því sniðuga við línuna er GENTLE CREAM, krem sem hentar fyrir bæði andlit og hendur en það er í skemmtilegri túbu með tappa sem maður togar fram. Ilmurinn er ótrúlega ljúfur og það gengur mjög hratt inn. Hentar virkilega vel fyrir alla á heimilinu.
Fyrir alla í fjölskyldunni!
Sjálf er ég búin að prófa bæði Gentle Cream og sturtusápu í þessari línu og gef þessu mín bestu meðmæli.
Öll fjölskyldan getur notað Bonne Mére og umbúðirnar eru bæði þægilegar og fallegar sem skiptir hvorutveggja máli. Áferðin á sturtusápunni er mjúk og kremkennd og krakkarnir elska hana!
Í Bonne Mére línunni færði Gentle Body Wash sturtusápu 600 ml, Creamy Hand Wash handsápu 300 ml, Gentle Cream 75ml og litlar handsápur 100 gr sem eru gamaldags og sætar og yndislegar inn á baðherbergi.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.