Í hugum flestra stendur Burberry merkið fyrir fágun og lúxus. Mynstrið köflótta er löngu orðið klassískt og er Burberry kápan á óskalista hjá mörgum.
Undanfarið hefur breska tískuhúsið fært út kvíarnar og stefnt inn á ilmvatnsmarkaðinn. Nýjasta varan frá Burberry í snyrtivörum er ilmvatnið BODY.
Líkt og með allt annað sem Burberry sendir frá sér er fágun og klassík einkennandi fyrir ilminn. Body er létt kryddaður en samtímis mjúkur með undirtónum af ferskjum, vanillu og rósailm.
Þrátt fyrir að vera kryddður í grunninn er ilmurinn langt frá því að vera þungur og hentar hann því vel til hversdags notkunar. Ilmurinn minnir óneitanlega á Burberry kápuna sjálfa og að öllum líkindum er hann hannaður til að passa við aðrar Burberry vörur.
Ekki kemur á óvart að umbúðirnar eru hinar smekklegustu og er ilmvatnsglasið sjálft sérstaklega fallegt.
Hin glæsilega Rosie Huntington-Whiteley er andlit Body herferðarinnar og endurspeglar svo sannarlega eiginleika ilmsins.
Burberry Body hentar öllum þeim sem vilja léttkryddaðan og klassískan ilm með fágað yfirbragð.
Anna Margrét er fædd í Reykjavík árið 1987, en hefur alið manninn í Svíþjóð, Suður Ameríku og víðar.
Anna er krabbi, og þykja þeir hinir kátustu. Tíska, förðun, jafnrétti, skrif og ferðalög um Afríku eru nokkur af hennar áhugamálum.