Íslenskt veðurfar gerir ekki mikið fyrir húðina á mér. Nú er ég ekki með þurra húð en halló mamma hvað hún er þurr þegar ég vakna og ég hef ekki borið næturkrem á andlitið fyrir svefninn.
Af hverju eigum við að næra húðina?
1. Okkur líður betur í henni, ef þig klæjar í húðina þá er það líklegast vegna þess að hún er þurr.
2. Farðinn helst betur á og áferð hans verður fallegri.
3. Dregur úr líkum á hrukkum. Ef þið pælið í því þá veldur sólin hrukkum vegna þess að sólin þurrkar húðina upp. Þess vegna verður feit húð síður hrukkótt.
Á þessu ári byrjaði ég að nota næturkrem en það er einmitt á nóttunni sem að húðfrumurnar endurnýja sig hvað mest. Á þessum tíma má segja að húðin sé að “laga sig”. Mér finnst ekkert að því að byrja snemma að nota krem sem ætluð eru fyrir aðeins eldri því ég hef heyrt að það sé bara enn meira fyrirbyggjandi til að húðin haldist ungleg sem lengst.
Ég hef aðeins verið að prófa mig áfram með frönsku vörurnar frá Biotherm. Ég er nokkuð ánægð með þessa línu en sér í lagi með næturkremið frá þeim Blue Therapy Night.
Mér finnst kremið gott vegna þess að ..
- Það vinnur á húðskemmdum.
- Styrkir og þéttir húðina.
- Lýsir bletti.
- Minnkar hrukkur.
Þá er kremið ÁN PARABENA en uppistaða þess og aðal virkni kemur frá þörungum. Blue Therapy línan inniheldur öll virk efni úr þörungum.
Ég ber kremið á mig á hverju kvöldi áður en ég fer að sofa eða bara eftir að ég er búin að þrífa á andlit og háls með hreinsi og volgu vatni (skvetti reyndar alltaf ísköldu vatni á andlitið á mér eftir að ég hef þrifið það til að loka svitaholum). Ég byrja á miðju andlitinu og enda svo á hálsinum.
Það er mjög mikilvægt að næra húðina. Sérstaklega í þessu veðri og sérstaklega þær okkar sem nota farða dagsdaglega. Hér á eftir fer myndband sem skýrir tæknina í þessu kremi og hvað það er sem gerir það virkara en mörg önnur:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=PEpCeJxBqJE[/youtube]
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.