Síðan Hypnôse maskararnir komu á markað, hefur Lancôme þótt vera eitt af ríkjandi merkjunum í möskurum og eye-linerum.
Til eru nokkrar tegundir af Hypnôse: Drama, Doll Eyes og Star ásamt fleiri útgáfum sem hver hefur sína einkenni.
Allt eiga þeir þó sameiginlegt að vera í blautari kantinum og með bursta sem beygjist örlítið, svo óþarfi er að munda burstann mikið þegar verið er að greiða honum í gegnum augnhárin.
Á myndinni fyrir ofan er ég með Hypnôse Drama í yndislega dimmbláum lit, og aðeins örfáar strokur þurfti til að þekja augnhárin. Liturinn er missterkur, eftir að maskarinn þornaði aðeins fannst mér liturinn ekki vera jafn sterkur en seinna um daginn fór fólk að dásama bláa litinn á augnhárunum, svo líklega spilar birtan stóran sess í því hversu vel blái liturinn sést.
Auk þess er ég með blautan eye-liner frá Lancôme sem heitir Artliner og er í svipuðum dökkbláum lit og maskarinn. Pensilinn er svampkenndu efni, hæfilega stífur til að gera þunn línu og auðvelt er að bæta á og þykkja til að fá 50’s kisulínu eins og ég er með.
Fallegar vörur sem eru auðveldar í notkun og bera með sér mikil gæði.
Ég hvet áhugasama til að prufa sig áfram með litaða maskara og eye-linera, því útkoman er virkilega skemmtileg og öðruvísi en þó laus við allt flipp!
Anna Margrét er fædd í Reykjavík árið 1987, en hefur alið manninn í Svíþjóð, Suður Ameríku og víðar.
Anna er krabbi, og þykja þeir hinir kátustu. Tíska, förðun, jafnrétti, skrif og ferðalög um Afríku eru nokkur af hennar áhugamálum.