Undanfarið hafa sterkir litir verið áberandi í förðun og þá er ýmist um bláan augnskugga, maskara eða eyeliner að ræða – nú eða aðra liti.
Í sumar hef ég verið dugleg að nota flottan augnblýant frá YSL en liturinn heitir 9 Dessin Du Regard, er vatnsheldur og fallega blár- blanda af djúpbláum og kóngabláum. Þegar liturinn er settur á augun þá lifna þau við en ég er með blá augu sem urðu mikið meira áberandi blá eftir að ég var búin að setja á mig blýantinn.
Blýanturinn er mjúkur, nánast með silkiáferð og það er afar auðvelt að bera hann á sig en hafa skal í huga að hann er vatnsheldur og því lítið svigrúm fyrir mistök þegar augun eru förðuð.
Það er líka smart að bera litinn á augnlokin og “klessa” hann svolítið og þar með dreifa úr honum -það kemur mjög vel út. Liturinn er einnig flottur bara á efra augnlokinu með þykkri línu og ef þú vilt fá meira “smokey lúkk” þá getur þú sett hann á neðri augnhvarm og dreift aðeins úr honum með eyrnapinna eða bursta.
Frábær, fallegur og sumarlegur litur sem ég mæli hiklaust með – þá sérstaklega fyrir bláeygar dömur.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig