Það er staðreynd að húðin okkar verður fyrir miklu vökvatapi á næturnar eða fjórum sinnum meira en á daginn. Með því að nota gott næturkrem nærðu að varðveita raka húðarinnar og byggja upp varnir gegn rakatapi. Húðin vaknar fersk og rakamettuð, ljómandi og mjúk viðkomu.
Undanfarnar tvær vikur hef ég samviskusamlega notað nýtt næturkrem frá Biotherm, AQUASOURCE NIGHT.
Nýjungin sem Biotherm kynnir með þessu frábæra kremi/geli er að á rannsóknarstofu Biotherm uppgötvuðu menn sérstaka örlífveru, P.Antarctica.
Í náttúrinni lifir hún af mikinn kulda með því að hjúpa sig próteinum sem geta varðveitt vatn. Líffræðingar Biotherm notuðu efni úr P. Antartica próteinunum í nýja AQUASOURCE NIGHT kremið. Það varveitir rakann í húðinni og viðheldur því til morguns.
Það kemur í frábærum umbúðum. Mjög þægilegri flösku með pumpu. Þar af leiðandi eru minni líkur á því að maður noti of mikið í einu og einnig helst kremið/gelið. Kremið er í gelformi og er létt og frískandi.
Ég fann mikinn mun strax á fyrstu dögunum þegar ég prufaði þetta krem. Húðin var mjög mjúk, slétt og fallegri á morgnana. Enda er ég alveg húkkt á þessu kremi, það er það dásamlegt!
Kremið hentar öllum húðgerðum, ég sjálf er með frekar blandaða húð. Stundum þurr og stundum eðlileg. Með því að nota kremið/gelið finnst mér komið fullkomið jafnvægi í húðina.
Þetta krem/gel er klárlega leyndarmál sem skemmtilegt er að uppgötva og ekki skemmir að það er á á ágætu verði.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.