Nú í desember hefur franska merkið Biotherm sett sérvaldar vörur í sérstakar jólapakkningar en ein evra af hverri seldri vöru rennur til Water Lovers samtakanna.
Water Lovers samtökin einbeita sér að því að vernda öll vötn og höf í heiminum þar sem maðurinn hefur notað hafið sem hálfgerða ruslakistu og áhrifin eftir því.
Eina ómenganað og hreina hafið sem eftir er í heiminum í dag er kallað Ross haf og er það við Suður-heimsskautið.
Vörurnar sem eru í boði í jólapakkningum eru helstu og vinsælustu vörurnar frá Biotherm í gegnum tíðina en umbúðirnar eru hannaðar af sænskri listakonu og hafa yfir sér talsvert annann blæ en hefðbundið Biotherm útlit.
Water Lovers vörur frá Biotherm eru því tilvalin hugmynd að jólagjöf fyrir umhverfisverndarsinna og hvað þá unnendur heimshafananna.
______________________________________________________
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=d_tP8itmGw0[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.