Ég hef verið að prófa nokkrar húðvörur frá Bioeffect og er alveg rosalega hrifin. Þetta eru alíslenskar vörur sem hétu áður EGF núna er búið að breyta nafninu á þeim.
Ég fyllist stolti við tilhugsina að það séu íslenskir vísindamenn sem standa á bak við áralangar rannsóknir og hafa þannig náð að skapa þessa góðu og fallegu vörur sem virka eins og þær segjast gera.
Bioeffect snyrtivörurnar eru með einn styðsta lista yfir innihaldsefni sem ég hef nokkurtíman séð á snyrtivörum. Engin aukaefni, bara hreinar og góðar vörur. Allar innihalda þær EGF próteinið sem flýtir fyrir frumuskiptingu húðfrumnanna. Það fyrirbyggir ótímabæra öldrun húðarinnar, þéttir hana, lagfærir hrukkur og línur ásamt því að láta húðina líta út fyrir að vera heilbrigðari með auknum ljóma og jafnari lit. Rannsóknir hafa sýnt fram á þessar niðurstöður auk þess að konur sem hafa notað vörurnar lofa þær hásterkt.
Rútínan mín þessa dagana
AUGUN: Það sem ég nota á morgnanna núna samanstendur af Bioeffect augnserum, Bioeffect dag andlitsserum og Bioeffect líkamsserum.
Augnserumið er eitt það besta sem ég hef prófað. Formúlan er létt og gengur hratt inn í húðina. Umbúðirnar eru með stálkúlu á endanum en með henni nuddar maður serumið inn í húðina sem er þægilegt og frískandi.
Þó serumið sé létt þá er það mjög rakagefandi. Ég er með þurra húð en hef ekki þurft að setja neitt annað en serumið á augnsvæðið. Ég finn aldrei fyrir þurrki á daginn eins og ég hef gert með mörg önnur augnkrem. Ég er alveg rosalega hrifin af þessu augnserumi og finnst húðin í kringum augun strax orðin þéttari og bjartari.
ANDLITIÐ: Dagserumið er alveg yndislegt, formúlan er silkimjúk og gelkennd, smýgur vel inn í húðina. Húðin fær mikinn og góðan raka svo dagkrem yfir er ekki nauðsynlegt. Serumið hentar öllum húðtýpum hvort sem fólk er með feita eða þurra húð. Serumið er alveg dásamlega fallegt undir meik, húðin verður sléttari og áferðin jafnari. Frá því að ég byrjaði að nota serumið hefur húðin mín aldrei verið jafn mjúk. Hún er líka bjartari, ljómar meir og virðist heilbrigðari.
LÍKAMINN: Líkamsserumið virkar eins andlitsserum en er hannað fyrir líkamann. Það hefur sömu virkni og er þvi gott að setja það á svæði sem maður vill passa sérstaklega eins og bringuna. Þunn fljótandi formúlan dreyfist alveg ótrúlega vel. Þar sem serumið er mjög rakamikið er gott að setja það á hné og olnboga þar sem húðin er oft þurr. Þær sem vilja geta sett serumið á allan líkamann og eru því að fyrirbyggja ótímabæra öldrun húðarinnar á öllum líkamanum. Serumið er alveg rosalega græðandi þannig eftir rakstur eða vax er gott að setja það á leggina til að húðin jafni sig vel. Einnig er þetta eitt það besta sem hægt er að setja á sig eftir sól.
Frá því ég byrjaði á þessari morgunrútinu finnst mér húðin mín hafa styrkst umtalsvert. Húðin er mýkri, þéttari, rakameiri og áferðafallegri. Ég er alveg rosalega spennt fyrir því að halda áfram að nota vörurnar frá Bioeffect. Ekki skemmir fyrir hvað umbúðirnar eru fallegar og stílhreinar, fegra hvaða snyrtiaðstöðu sem er.
Linda fæddist þann 23. október árið 1988. Í dag er hún mamma í sambúð og með geysilegan áhuga á innanhúshönnun en áhuginn vaknaði þegar hún keypti fokhelt hús árið 2013. Verandi lífefnafræðingur hefur Linda líka mikinn áhuga á snyrtivörum og virkni þeirra. Linda er líka mikill bakari en hún bakar til að fá útrás fyrir sköpunargleðina og nýtur þess að taka fallegar myndir af afrakstrinum. Allar myndir í matarbloggfærslum eru því teknar af Lindu sjálfri og þú getur lesið meira af efni frá henni bæði hér undir notendanafninu og á mondlur.com