Þótt sólin hafi sama og ekkert skinið það sem af er sumars á suðvesturhorninu þá er alltaf mikilvægt að nota sólarvarnir. Þótt þungbúið sé er talið að um 50% skaðlegu sólargeislanna brjóti sér leið í gegnum skýin.
Inn á milli koma svo óvænt yndislegir sólardagar og þá eigum við oft til að gleyma sólarvörninni eða ætlum að ná lit svo um munar á einum degi.
Húðsjúkdómalæknirinn minn mælir með Eucerin
Ég hef tekið persónulegu ástfóstri við Eucerin-vörurnar og fer helst ekki út úr húsi fyrr en ég hef borið á mig sólarvörnina þeirra nr. 30 sem er sérstaklega ætluð andlitshúð enda af þeirri kynslóð sem brúkaði beibíolíu á húðina um leið og sól lét sjá sig, fann mér gott skjól og lá jafnvel allan daginn. Fór stundum í ljósatíma á eftir.
Í dag er öldin önnur – Í raun á sólarvörnin heima við hliðina á tannburstanum og ætti að vera eitt fyrsta morgunverkið hjá okkur öllum, en við vissum bara ekki betur hér áður.
Í dag er fólk almennt vel upplýst um sólarvarnir og mikilvægi þeirra. Það var húðsjúkdómalæknirinn minn sem fyrstur benti mér á Eucerin og sagðist eindregið mæla með vörunum. Það eru mjög góð meðmæli enda er framleiðandinn hið virta, þýska fyrirtæki Beiersdorf og því löngu komin góð reynsla á gæði og gagnsemi EUCERIN.
EUCERIN er með tvenns konar sólarvörn sérstaklega gerða fyrir andlit og báðar nota ég reglulega. Annars vegar SUN CREME (sem er mjög gott rakakrem) og hins vegar SUN FLUID sem lætur húðina virka mattari en er með sama stuðli. Hvorugt kremið smitast í föt eða loðir lengi við fingurna og það er mjög gott að geta notað sólarvörn sem mattar húðina í leið og er góð undir farða.
Í raun á sólarvörnin heima við hliðina á tannburstanum og ætti að vera eitt fyrsta morgunverkið.
Pössum upp á börnin
Eucerin sólarvörurnar henta ekki síður yngstu kynslóðinni.
Hafa ber í huga að nýlegar rannsóknir benda til þess að börn sem sólbrenna á fyrstu æviárunum eigi frekar á hættu að fá húðkrabbamein en þau sem ekki brenna!
Þegar krílin eru send í leikskólann nú síðsumars, og eru kannski úti meira eða minna allann daginn, er mikilvægt að börnin séu með góða vörn sem húðlæknar mæla með og sjálf mæli ég heilshugar með þessum vörum.
En til að stuðla að því að við sjálfar séum hrukkulausar og með fallega húð fram eftir aldri er mikilvægt að muna sólarvörnina og ég mæli með því að þú notir þá bestu – það er amk bara einfalt að treysta húðlækninum.
Hrund Hauksdóttir er blaðamaður, hljóðbókalesari, nautnaseggur og pjattrófa. Hún stundaði háskólanám í fjölmiðlun í Bandaríkjunum og félagsfræði við HÍ. Hrund ritstýrði Vikunni frá 2000-2002 og var eins konar partípenni sunndagsútgáfu Morgunblaðsins 2006-2009, þar sem hún skrifaði undir heitinu Flugan en undanfarin 6 ár hefur Hrund skrifað kynningarefni fyrir Frjálsa Verslun.
Nýjasta Pjattrófan er miðbæjarmaddama sem les bækur af ástríðu, stundum nokkrar í einu, enda er hún í tvíburamerkinu og skiptir hratt og auðveldlega um skoðun.