Nú þegar ESB hyggst banna paraben í snyrtivörum er vert að kynna sér þær snyrtivörur sem eru lausar við slík skaðleg aukaefni.
Umræddar paraben-fríar snyrtivörur flokkast sem hreinar snyrtivörur og eru án allra paraben efna, paraffin, silicon, peg, óæskilegra litar- og ilmefna, án allra rotvarnarefna og innihalda engin erfðabreytt efni.
Allt er vænt sem vel er grænt
Eitt af stærstu kostunum við náttúrulegar snyrtivörur er að þær styðja við eiginleika húðarinnar, næra hana og annast af nærgætni. Tilbúin efni, eins og paraben eru utanaðkomandi og geta því ekki myndað sama jafnvægi við húðina og þær vörur sem flokkast sem hreinar.
Húðin er stærsta líffæri líkamans og leggja margir upp úr því að sjá vel um hana – enda hefur það sýnt sig að góð húðumhirða getur dregið úr ellimerkjum svo um munar. Það er því mikilvægt að horfa gagnrýnum augum á innihald snyrtivaranna okkar og hvers konar efni við erum að sleppa út í líkamann í hvert skipti sem við mökum á okkur rakakrem eða greiðum maskar í gegnum augnhárin.
Vottun eykur upplýsingafæði
Nú hafa mörg snyrtivörumerki sótt eftir að fá vottun um að vörur þeirra innihaldi engin skaðleg efni. Ein slík vottun heitir BDIH og merkir að varan sé vottuð náttúruleg snyrtivara og í henni séu aðeins náttúruleg hráefni eins og olíur, vax, ilmkjarnaolíur séu notuð við vinnslu og framleiðslu.
Benecos – lífræn förðun
Eitt snyrtivörumerki sem er í sölu hér á landi og hefur fengið áðurnefnda vottun er þýska snyrtivörumerkið Benecos.
Benecos er snyrtivörumerki sem stofnað var fyrir fimm árum og hefur náð miklum vinsældum á stuttum tíma. Vörurnar eru eins og áður sagði lausar við öll skaðleg efni og virka eins og náttúrulega stuðningur fyrir eiginleika húðarinnar. Þar að auki er eitt af meginmarkmiðum Benecos að halda verðinu í lágmarki, en hægt væri að setja saman heila snyrtibuddu með Benecos-vörunum (með farða, púðri, maskar, varalit, augnskugga o.fl.) fyrir um fimmtán þúsund krónur.
Förðunarlína Benecos inniheldur fjöldan allan af fallegum vörum en vörunar eru framleiddar innan Evrópu. Benecos framleiðir einnig burstalínu en hárin í þeim koma frá sjálfbærri ræktun á Toray Bambus í Japan.
Benecos má m.a. finna í Heilsuhúsinu, Lifandi markaði, Systrasamlaginu, Radísu Hafnarfirði, Snyrtistofunni Öldu Egilstöðum og Snyrtistofunni Rán Ólafsvík.
Anna Margrét er fædd í Reykjavík árið 1987, en hefur alið manninn í Svíþjóð, Suður Ameríku og víðar.
Anna er krabbi, og þykja þeir hinir kátustu. Tíska, förðun, jafnrétti, skrif og ferðalög um Afríku eru nokkur af hennar áhugamálum.