Belle D’Opium frá Yves Saint Laurent er einstaklega munúðarfullt ilmvatn sem undirstrikar vel þokka konunnar.
Það eru hinir þekktu ilmvatnsgerðarmenn, Honorine Blanc og Alberto Morillas,
sem eiga heiðurinn af sköpun Belle D’Opium.
Upphaflega ilmvatnið, sem nefnist einfaldlega Opium, var fyrst kynnt til leiks í tískuheiminum fyrir 33 árum og sló þá þegar í gegn. Það er enn mest selda ilmvatnið í Frakklandi í dag.
Konur elskuðu hughrifin sem hinn nýi spennandi ilmur framkallaði; krydduð og ævintýraleg Austurlönd.
ILMUR FYRIR KONUR MEÐ STERKAN KARAKTER
Belle D’Opium er afkvæmi hins sígilda ilms Opium og er ætlað að höfða til yngri kvenna. Hugmyndin er samsetningin á orðinu Belle (franskt orð yfir fallegt) og Opium, sem gefur til kynna leyndardóma og ævintýri.
Þetta töfrandi kryddaða og kynþokkafulla ilmvatn er í fagurblárri flösku og meðal innihalds þess eru jasmína, vanilla, nellikka, ferskja, hvítur pipar og sandalviður.
Belle D’Opium er hrífandi og nautnafullur ilmur fyrir konur með sterkan karakter. Fyrir konur sem vita hvað þær vilja …
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=flTdFMWAKNY[/youtube]
Hrund Hauksdóttir er blaðamaður, hljóðbókalesari, nautnaseggur og pjattrófa. Hún stundaði háskólanám í fjölmiðlun í Bandaríkjunum og félagsfræði við HÍ. Hrund ritstýrði Vikunni frá 2000-2002 og var eins konar partípenni sunndagsútgáfu Morgunblaðsins 2006-2009, þar sem hún skrifaði undir heitinu Flugan en undanfarin 6 ár hefur Hrund skrifað kynningarefni fyrir Frjálsa Verslun.
Nýjasta Pjattrófan er miðbæjarmaddama sem les bækur af ástríðu, stundum nokkrar í einu, enda er hún í tvíburamerkinu og skiptir hratt og auðveldlega um skoðun.