Ég held ég sé búin að finna BB krem sem ég mun kaupa aftur og aftur (og jafnvel aftur og aftur). Það er úr Immortelle línunni frá L’Occitane og heitir Precious (my precious!).
Af hverju er þetta krem svona frábært?
Jú. BB krem var á sínum tíma nýtt nafn á gamla vöru, þ.e. litað dagkrem. Þegar BB kremin komu á markað fyrir nokkrum árum voru þau seld sem svona all in one krem. Farðagrunnur, sólarvörn, rakagefandi, meik og glans, allt í senn.
Ég myndi sjálf segja að það fari algjörlega eftir framleiðandanum hvaða faktor af þessum ofantöldu virkar best í hvert sinn. Sum BB krem virka sæmilega sem primerar en önnur ekki… annars held ég að það sé best að nota bara primer sem primer en stóla á að BB kremið fegri aðeins ásýnd húðarinnar og jafni út litabreytingar svo að lítið beri á. Semsagt, ekki kaupa BB krem í öðrum tilgangi en að nota það sem litað dagkrem.
Precious BB kremið úr Immortelle línunni frá L’Occitane hylur frábærlega vel og í því er sólarvörn upp á spf 20. Það besta við kremið er samt rakinn og næringin og um leið ljóminn og áferðin sem húðin fær.
Umbúðirnar eru líka frábærar, bara venjuleg plasttúba með mjóum stút sem maður setur beint á andlitið. Kremið sjálft er frekar þykkt en um leið og þú berð það á, jafnar það sig út og samlagast húðinni ótrúlega vel. Það sést hreinlega ekkert að maður sé með litað dagkrem á andlitinu og húðin fær á sig mjög náttúrulegan og fallegan blæ.
Ég skoðaði aðeins umsagnir snyrtivörubloggara um vöruna og það eru allar á einu máli um að þetta sé alveg hreint frábær vara.
Notendur inni á Sephora gefa líka fimm stjörnur og í svona fljótlegri leit sá ég engann skrifa neitt neikvætt um þetta BB krem.
Ef ég væri múruð myndi ég kaupa bæði ljósan og medium lit og nota svo nokkra dropa af báðum kremunum eftir því hversu útitekin eða ljós ég er á hörundið og blanda saman.
Núna er ég reyndar nokkuð útitekin svo ég nota medium kremið en um leið og húðin fer að lýsast mun ég byrja að nota ljósari gerðina.
Þetta er vara sem ég gef fullt hús og topp einkunn! Farðu í L’Occitane í Kringlunni og fáðu prufu.
[usr. 5]Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.