Og áfram heldur BB-krem æðið! Nýjasta BB-kremið sem ég prófaði kemur úr smiðju Garnier en Rannveig fór fögrum orðum um það HÉR um daginn…
…Krem þetta er vinsælasta BB-kremið í Ástralíu þannig að auðvitað varð ég að prófa.
Þessi vara hefur að geyma fimm eiginleika í einni túpu. Kremið; jafnar húðlit, gefur raka, inniheldur sólarvörn, gefur fallegan ljóma og hylur bólur og ójöfnur. Sem sagt ein vara sem kemur í stað sólarvarnar, farða og rakakrems…fljótlegt!
Best og auðveldast er að bera kremið á með fingrunum rétt eins og venjulegt rakakrem en þannig fær maður fallegustu útkomuna að mínu mati.
Þar sem kremið inniheldur mikinn raka og c-vítamín hentar það þurri húð vel (aðallega í þessum kulda). Sjálf er ég með feita húð og þarf að púðra yfir t-svæðið þegar ég nota þetta krem en næst á dagskrá er að fjárfesta í BB-kreminu frá Garnier sem er sérstaklega gert fyrir feita húð.
Garnier vörurnar eru á fáránlega góðu verði þannig að allir áhugasamir ættu að skoða þetta.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.