BB kremin vinsælu eru svo sannarlega að slá rækilega í gegn á snyrtivörumarkaðnum og keppast allir helstu risarnir um að koma með sitt eigið BB krem á markaðinn.
Garnier lét sig ekki vanta í slaginn og hefur gefið út sitt BB krem en þeir segja á túbunni að kremið sé “miracle skin perfector” eða krem sem fullkomnar húðina sem kraftaverk og ég er nokkuð sammála þessu því kremið gerir kraftaverk!
Kremið er létt og meðfærilegt þegar það er borið á húðina og þú þarft í raun og veru ekki að bera neitt krem áður né nota púður þegar þú hefur sett það á andlitið.
Það gerir andlitið frísklegra og felur þreytuummerki vel ásamt roða og öðrum kvillum sem vilja oft koma á andlitið svo sem bólur. Kremið jafnar þinn húðlit og er alls ekki of þungt, manni líður eins og maður sé nýbúin að setja á sig létt dagkrem þegar það er komið á andlitið og kosturinn við þetta krem að mínu mati er hversu endingargott það er.
Ég er enn frískleg í framan seinnipart dags ef kremið hefur verið borið á andlitið að morgni til.
Nú hef ég prófað nokkur BB krem undanfarið og ég verð að segja að mínu mati er þetta krem í toppsætinu vegna þess hversu auðvelt er að bera það á sig, það skilur ekki eftir sig skil og það er mjög endingargott ásamt því að hylja vel.
Hentar mér frábærlega, svo er það líka á góðu verði.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig