Clinique var að senda frá sér nýja vöru sem hefur slegið rækilega í gegn um allan heim og búast má við að það sama verði uppi á teningnum hérlendis.
Varan kallast BB Cream eða “Blemish Balm” og framleiðandinn lofar að húðin muni samstundis verða unglegri við fyrstu notkun. Vel hefur verið fjallað um vöruna í helstu pjattmiðlum heims en Marta María á Smartlandi segir m.a kremið helstu munaðarvöru sumarsins og að skvísurnar úti í heimi haldi ekki vatni yfir því!
BYLTINGARKENND VARA
BB Cream er svokallaður ‘primer’ sem vinnur á húðinni með því að slétta samstundis úr fínum línum eða öðrum misfellum, eins og til dæmis eftir ‘acne’ og djúpar svitaholur. Það inniheldur ekki rakagefandi efni en þarf hinsvegar að notast með farða eða rakakremi. Ástæðan er sú að eiginleikar primersins halda sér betur þegar þú ert ekki með rakaefnin líka.
BB kremið hefur einnig þann magnaða eiginleika að draga úr roða og mýkja yfirborð húðarinnar en matta þar sem húðin þarf á því að halda og gefur henni þannig lýtalaust útlit en ver um leið fyrir sólargeislum og öðrum skaða úr umhverfinu.
Hægt er að nota BB kremið eitt og sér á eftir uppáhalds dagkreminu þínu, til þess að ná þessu fallega lýtalausa útliti án farða, en þú getur líka notað það undir farða (primer) til að fullkomna húðina enn frekar og farðinn helst þannig einnig betur á.
Í stuttu máli ætti BB kremið frá Clinique að vera góður valkostur fyrir þær sem eru með…
-fínar línur
-ör eftir bólur
-rósroða
-djúpar svitaholur
-sólarbletti
-háræðaslit
Hentug lausn fyrir breiðan hóp og allan aldur en aðallega þær sem leggja mikla áherslu á fallega, náttúrulega og lýtalausa húð.
Kremið inniheldur sólarvörn 30 spf og er fáanlegt í þremur mismunandi tónum.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.