Pjattrófurnar hafa nú þegar lýst yfir aðdáun sinni á því nýjasta og vinsælasta á markaðnum í dag frá Esteé Lauder- BB cream! Þess má geta að kremið seldist upp í allri Skandinavíu í maí sem sýnir vel hvað það hefur slegið í gegn!
Vala Pjattrófa skrifaði um daginn um kremið og sagði að það vær fullkomið dagkrem fyrir sumarið. Þar verð ég að vera alveg sammála henni. Ég er búin að nota mitt á hverjum degi síðan ég fékk það og hef ekki orðið fyrir vonbrigðum.
BB Cream inniheldur sólarvörn SPF 35 og veitir manni fallega, ljómandi og gallalausa húð. Einnig veitir það góðan raka, ilmar vel og helst vel á yfir daginn. Sólarvörnin er einn af stærstu kostunum þar sem að ekki þarf að pæla í að nota auka sólarvörn á andlitið svo lengi sem maður notar BB cream.
Það er bæði hægt að bera kremið á með puttum, svampi og með meikbursta. Ég kýs sjálf að nota burstann þar sem að mér finnst áferðin verða fallegust á minni húð við það. Mér finnst best að nota kremið þannig að ég byrja á því að bera á mig dagkremið mitt, set smá hyljara undir augun, ber BB kremið á húðina og að lokum set ég örlítið sólarpúður á húðina fyrir aukalit. Færslan sem ég skrifaði um notkun sólarpúðurs lýsir leiðunum sem ég nota við ásetningu þess.
Við mælum eindregið með þessari vörur fyrir allar konur og stelpur!
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com