Það er nokkuð síðan ég heyrði af bareMinerals snyrtivörunum og í síðustu viku fannst mér vera kominn tími til að prófa.
Fyrir þær sem kjósa sér helst náttúrulegar snyrtivörur er gaman að segja frá því að steinefnafarðinn frá bareMinerals er 100% nátturulegur án ilmefna, parabena. Ég er líka mjög ánægð með SPF 15 vörnina sem er í vörunum, það er alltaf verið að hamra á mikilvægi sólarvarnar.
bareMinerals Facebook síðan nýttist mér afskaplega vel þar sem ég hafði aldrei notað duftfarða áður. Þar má finna kennslumyndbönd, upplýsingar um vörurnar og hvað ætti að henta hinum og þessum húðgerðum. Hvort sem húðin er þurr, feit, grá, hrukkótt eða illa farinn eftir ör og bólur.
Ég byrjaði á að prófa mig áfram með nokkrar grunn vörur:
- Original Foundation Medium Beige (N20): Þessi grunnfarði blandast vel við minn húðlit sem hefur gulan undirtón.
- Original Foundation Medium (C25): Þessi er aðeins dekkri og ætti að henta vel fyrir sumarið, þ.e.a.s. fyrir þær okkar sem hafa ljósa húð.
- Warmth: Sólarpúður sem hefur frekar rauðan undirtón heldur en gulan og því kjörið í skyggingar. Ath. alls ekki setja mikið í burstann!
- Original Mineral Veil: Þetta er púður sem þú notar eftir að þú ert búin að setja allt annað á þig. Punkturinn yfir i-ið.
- Full Flawless Face: Bursti sem ég nota í original foundation og mineral veil.
- Flawless Face: Bursti sem ég nota í sólarpúðrið, finnst hann henta vel í skyggingar.
Það sem ég geri er að ég dampa smá af púðrinu í lokið og passa mig á að setja alls ekki of mikið í burstann, passa mig sérstaklega á þessu með sólarpúðrið (warmth). Bursta svo yfir andlitið með hringlaga hreyfingu, mjög fljótlegt og einfalt.
Ég mæli eindregið með því að áhugasamar kíki á þessi myndbönd hér til að sjá hvernig best er að bera sig að og svo er magnað að sjá hvernig þetta kemur út fyrir og eftir.
Ég er mjög ánægð með þessar snyrtivörur. Þessi farði er það léttur að ég finn varla fyrir honum en á sama tíma þekur hann vel. Mér finnst farðinn auka á ljóma og frískleika húðarinnar.
Meira um bareMinerals ..
bareMinerals steinefnafarðinn hefur hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar. Farðinn sem unnin er úr steinefnum hylur einstaklega vel, en er á sama tíma nátturulegur.
Steinefnafarðinn kom fyrst á markað í Bandaríkjunum árið 1976 og er mest seldi steinefnfarðinn þar í landi. bareMinerals kom svo á markað í Evrópu árið 2009. Allar vörur bareMinerals eru þróaðar til þess að kalla fram fegurð þína. Eingöngu eru notuð einstaklega hrein og fá innihaldsefni svo að húðin þín fái eingöngu það sem hún þarf. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með konum sem eru farðaðar með bareMinerals í fyrsta sinn, þær ljóma, húðin ljómar og sönn fegurð kemur í ljós.
Þær sem byrja að nota bareMinerals fara sjaldnast aftur í hefðbundna farða. Farðinn vinnur með húðinni og er fyrir allar húðgerðir og allan aldur.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.