OPI er búin að gefa frá sér enn eina dásamlegu vörulínuna, það er New York City Ballet.
Sérlega fágaðir og fallegir litir í fölbleiku, fölfjólubleiku, gráu og svo dass af glimmeri til að toppa það. Síðan myndin Black Swan kom út fyrir nokkru hefur balletáhugi kviknað víða og um leið haft áhrif á tísku og trend, enda hver vill ekki líta út eins og prima ballerína?
Eins og OPI er þekkt fyrir þá hafa naglalökkin einstaklega skemmtileg og passandi nöfn:
- Don’t Touch My Tutu
- Pirouette My Whistle
- My Pointe Exactly
- You Callin’ Me a Lyre,
- Barre My Soul
- Care to Danse?
Ég er nú búin að prófa tvo liti, fjólubleika “Care to danse?” og gráa “My pointe exactly” og svo “Pirouette my Whistle” glimmerlakk yfir og er sérlega ánægð.
Ég þurfti bara að gera tvær umferðir af naglalakkinu og lék mér svo með glimmerið og setti það til dæmis bara á fingur þar sem ég var með hringi. Naglalakkið þornar fljótt og helst lengi, glimmerlakkið tekur aðeins lengri tíma að þorna en kemur mjög vel út þar sem glimmer”agnirnar” sjálfar eru frekar “stórar” og líkjast því demantsögnum.
Ég fékk mér mini-lökkin sem þið sjáið hér að ofan og koma 4 í pakka en það er einnig hægt að kaupa sér lökkin í fullri stærð á sölustöðum OPI.
Hér má sjá og prufa litina!
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.