Ef þú ert að leita að augnmeðferð sem berst gegn pokum undir augunum, þá er þess virði að prófa Eyetuck frá Skin Doctors.
Eftir að hafa borið Eyetuck á mig samviskusamlega bæði á morgnana og á kvöldin kom það mér virkilega á óvart hversu vel kremið virkar!
Til að byrja með sá ég lítinn mun, var ekki alveg að átta mig á því hvað kremið átti að gera eða hvort það væri að virka en þegar ég var á leið á árshátíð og stóð fyrir framan spegilinn förðuð að hætti Pjattrófanna tók ég eftir því hvernig augnsvæðið var laust við allan þrota.
Áður en ég byrjaði að nota kremið las ég að allt að 95% árangur náist hjá þeim sem prófað kremið og því get ég trúað eftir að hafa notað það. Það stendur í leiðbeiningunum að sjáanlegur árangur sjáist á 62 dögum en því er ég ekki sammála, árangurinn sést miklu fyrr þannig að þú ert ekki orðin of sein að fá smá augnlyftingu fyrir árshátíðina.
Ég er það ánægð með vöruna að þar sem ég er búin með Eyetuckið mitt og á leiðinni á aðra árshátið í mars, ætla ég klárlega út í Lyf og Heilsu að kaupa mér nýjan skammt!
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.