BIOTHERM hefur sett á markað í fyrsta sinn augnkrem sem vinnur gegn einkennum þreytu í kringum augun og er kremið hluti af Skin Ergetic línunni frá fyrirtækinu.
Augnkremið vinnur á baugum undir augum, pokum sem myndast oft og minnka hrukkur. Einnig virka augun frísklegri og þreytumerki minnka mjög fljótlega eftir að þú hefur reglubundna notkun á því.
Fyrir utan allt það sem kremið gerir fyrir augun eru umbúðirnar frábærar. Kremið kemur í túpu ekki krukku og gerir það að verkum að maður tekur akkúrat nóg á fingurinn áður en það er borið á. Fyrir vikið ber maður heldur ekki óhreinindi af fingrum ofan í krukkuna og það gerir þetta alltaf ferskt og gott.
Kremið er gert fyrir viðkvæm augu og einnig þá sem nota linsur þannig að það hentar flestum mjög vel.
Þetta er fyrirtaks gjöf til sjálfrar þín í þessum mánuði sem oft kallar á þrútin augu af allskonar ástæðum hvort sem er hamborgarahrygg, gleðitárum eða stressi.
Kíktu á þetta frábæra augnkrem frá Biotherm næst þegar þú skreppur í snyrtivöruverslun.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.