Hver elskar ekki ‘two in one’ vörur? Mér finnst það allavega algjör bónus þegar maður er að splæsa í snyrtivörur…
…Nú á dögunum kynntist ég algjörri snilld frá Clinique en það er augnbrúnapenni og ‘highligher’ (Instant lift for brows)!
Penninn kemur í þrem mismunandi litum en ég er að nota þann ljósasta sem heitir Soft Blond. Augnbrúnapenninn sjálfur er mjór og gefur mjög náttúrulega útkomu… galdurinn er bara að beita honum mjúklega og nánast teikna eitt og eitt ‘hár’ í einu þar sem þau vantar.
Svooo þegar maður er búin að fylla inn í og fullkomna formið á augabrúnunum þá snýr maður einfaldlega pennanum við og fær þennan frábæra ‘highligher’ sem er ætlaður augnbrúnabeininu til að gefa fallegan gljáa og smá ‘lyftingu’.
Þetta er ein sú allra skemmtilegasta vara sem ég hef prófað undanfarna mánuði enda fær hún topp einkunn á netinu. Svo er liturinn ‘long-wear’ sem gerir þetta enn betra! Fimm * af fimm hjá mér!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.