Anti Blemish Solutions frá Clinique er frábær lausn ef þú átt við húðvandamál að stríða – t.d. bólur eða fílapensla.
Í línunni eru þrjár mismunandi vörur sem koma allar saman í pakka. Þrjú skref sem taka þig ekki nema þrjár mínútur tvisvar á dag.
Fyrsta skrefið er froða sem hreinsar öll óhreinindi og olíur úr húðinni ásamt því að tæma svitaholur. Ég set froðuna í lófann og nudda vel inní húðina.
Skref tvö er tóner sem settur er í bómul og borin vel á húðina. Hann tekur í burt dauðar húðfrumur og kemur í veg fyrir olíumyndun í húðinni. Þarna finnur maður hlutina gerast! – getur komið smá sviði. Ef þú ert sólbrunnin eða með opið sár í andliti skaltu ALLS EKKI nota tónerinn.
Seinasta skrefið er æðislegt rakakrem sem ég hef líka verið að nota yfir daginn, enda með frekar þurra húð. Kremið býr til einskonar “varnarvegg” sem verndar húðina fyrir óhreinindum og öðru sem hefur slæm áhrif á hana.
Ég notaði vörurnar tvisvar á dag, kvölds og morgna í mánuð og sá mjög mikin mun á húðinni. Bólur fóru og húðin varð hreinni og roði minnkaði. Strax eftir fyrstu vikuna sá ég mun og eftir aðra vikuna var húðin orðin mjög góð. Svo er gott að halda þessu við svo húðin detti ekki strax aftur í sama horf.
Ég mæli 100% með þessum vörum ef þú ert með slæma húð. Ef þú ert samviskusöm og eyðir sex mínútum á dag í nokkrar vikur get ég fullyrt að húðin verður betri!
Vörurnar eru í dýrari kantinum – en ég kýs að eyða aðeins meira í góðar vörur frekar en að kaupa endalaust af vörum sem gera ekkert fyrir húðina á mér.
Vörurnar henta bæði þurri og feitri húð og konum á öllum aldri.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.