Lancôme eru meðal þeirra fremstu í snyrtivöruheiminum og mest selda snyrtivara landsins í dag.
Merkið hefur lengi verið mikið uppáhalds hjá mér og fyrir stuttu byrjaði ég að nota Artliner frá Lancôme, frábæran eyeliner sem þekur ótrúlega vel. Hann auðveldur í notkun og helst mjög vel á, eitthvað sem við allar viljum.
Ég veit að ég er farin að hljóma eins og auglýsing því ég dásama Lancôme vörurnar í nánast hverri einustu förðunarfærslu en málið er að ég hef prufað ótrúlega marga eyelinera og maskara og það standast nákvæmlega engir það sem Lancôme hefur!
Ég nota til dæmis alltaf Hypnose Drama maskarann, því hann er einfaldlega ótrúlega drjúgur og endingagóður, svo ég tali nú ekki um hvað hann lengir augnhárin vel. Hann þéttir þau fullkomlega og gerir þau lengri og fallegri.
Eyelinerinn frá þeim heitir einfaldlega Artliner og eins og nafnið gefur til kynna nær maður línu líkt og þjálfaður listamaður með honum. Pensillinn er einfaldur og þægilegur í notkun, hægt er að gera mjög fína og einfalda línu og svo ef maður gerir nokkrar línur yfir hverja aðra þá verður hún auðvitað mun þykkari og þéttari. Það gefur dýpra útlit á augunum og er fallegt þegar maður skellir á sig kvöldförðuninni.
Liturinn gefur góða og flotta málmáferð sem er í senn glansandi og falleg. Hann endist allan daginn eða allt kvöldið ef út í það er farið. Best er að setja smá augnskugga eða púður á augnlokin svo förðunin renni ekki til. Svo er bara að hrista eyelinerinn og byrja á því að smella línu á augnlokið. Best er að setja strika línuna í nokkrum léttum litlum strikum. Svo er bara að bíða í smá stund áður en þú lokar eða blikkar augunum og línan er algjörlega fullkomin.
Eins og ég sagði hér að ofan þá nota ég alltaf maskarann frá Lancôme líka. Þau eru með nokkrar týpur en sá sem ég nota alltaf heitir Hypnose Drama.
Þessi maskari gerir algjör kraftaverk því burstinn er smá beygður og nær því vel til allra augnháranna, líka litlu háranna sem gleymast svo oft, hann er þægilegur í notkun og það er óþarfi að hamast á augnhárunum, maður einfaldlega rennir burstanum yfir í nokkrar umferðir og augnhárin eru fullkomin!
Þetta eru tvær vörur sem þú þarft nauðsynlega á að halda í snyrtibuddunni þinni. Þær endast vel yfir daginn og eru mjög drjúgar í notkun.
Lancôme eru algjörlega mínar uppáhalds snyrtivörur og án gríns þá mæli ég með þeim, þetta tvennt finnst mér ómissandi í augnförðunina.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.