Á dögunum kynntist ég alveg þrælgóðu meiki frá Clinique, Anti- Blemish Solutions. Þessi farði er sérstaklega hannaður fyrir feita húð og húð sem á það til að brjótast út í bólum og þolir illa olíu.
Þegar ég fékk farðann upp í hendurnar var ég ekki viss um að hann myndi henta minni húðgerð þar sem að ég er með blandaða húð. Ég bjóst við því að hann yrði of þurr áferðar en þvert á móti… hann nærir og verndar ásamt því að minnka allan roða til muna. Hann að sjálfsögðu olíulaus og kemur í þægilegum umbúðum sem hægt er að kreista.
Það kom líka skemmtilega að óvart hvað það þarf að nota lítið af farðanum og hvað hann hylur vel. Þegar búið er að bera hann á andlitið líður manni þó ekki eins og maður sé mikið málaður heldur fær húðin að anda í gegn. Hún verður líka rosalega slétt og fín.
Ég mæli hiklaust með Anti-blemish solutions fyrir konur með feita/blandaða húð og einnig yngri stelpur sem eru með bólur eða önnur húðvandamál. Farðinn ekki bara hylur vel heldur vinnur hann einnig á vandanum.
Hér fyrir neðan er svo myndband þar sem förðunarfræðingur sýnir hvernig best er að nota farðann.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=qxnctAb3qtw[/youtube]
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com