Eitt af því sem mér finnst ómissandi í snyrtibudduna mína er andlitssprey. Nærandi andlitsvatn með vítamínum og steinefnum í spreybrúsa.
Það sem ég nota þessa dagana er steinefnaspreyið Fix + frá M.A.C og mér finnst það æðisleg vara að því leyti hvað hún er fjölnota.
Það er hægt að nota það til að fríska upp á andlitið í þurru veðri, flugvélum og löngum bílferðum, til að þynna farða, nota áður en maður málar sig, eftir að maður málar sig… möguleikarnir eru endalausir! Svo er líka hægt að spreyja því í hárið til að bleyta aðeins upp í því í þurru veðri. Spreyið róar húðina og gerir hana líflegri með blöndu af camillu, agúrku og grænu tei.
Ég hef einnig prufað Face Mist frá Make up Store sem mér finnst líka algjört æði, og það er líka frábær lykt af því! Það inniheldur róandi og frískandi blöndu af Aloe Vera, Allantoin (nærir), Alga Extract (stinnir), og er einnig ríkt af A, C & E vítamínum og andoxunarefnum. Það er hægt að nota í sama tilgangi, manni líður eins og húðin er endurnærð eftir á.
Ég get hiklaust mælt með svona vörum sem margnota lúxus – Það er líka svo gaman að geta dekrað við sig með einföldum spreybrúsa!
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com