Það er fátt betra en að næra húðina vel með góðum maska en frá spænska fyrirtækinu IROHA koma frábærir einnota maskar sem óhætt er að mæla með.
Ég prófaði einn slíkan um daginn en sá heitir Aloe, Green tea & Ginseng.
Maskinn er í raun klútur sem þú leggur yfir hreint andlitið og lætur virkar í 15 mínútur og að tímanum liðnum nuddar þú létt í hringi með fingurgómunum yfir húðina.
Þessi maski er fullkominn fyrir þreytta húð og húð sem hefur verið í sól en hann endurnærir og vinnur gegn hrukkum og veitir húðinni þann raka og næringu sem hún þarfnast.
Ginsengið og græna teið gerir kraftaverk fyrir húðina. Nærir hana sérstaklega vel og gefur henni frísklegt útlit á augabragði. Þreytan líður hjá og þú lítur strax betur út.
Sjálf er ég á leiðinni út í búð til að kaupa mér fleiri bréf af þessari snilld. Húðin á mér varð alveg silkimjúk í viku á eftir. Hrein fín og ilmandi. Leið bara eins og nýrri manneskju eftir þessar 15 mínútur sem ég gaf mér í að liggja og slaka á með klútinn yfir andlitinu.
Það sem er einnig svo þægilegt að hann er auðveldur í notkun. Bara skellir klútnum á andlitið og sléttir úr. Þegar 15 mínútur eru liðnar þá er klútnum bara hent. Ekkert vesen!
Klútarnir fást meðal annars í Hagkaup.
Endilega trítaðu nú andlitið og fáðu þér svona klút, þú átt ekki eftir að sjá eftir því!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.