Nýja líkams – og hár speyið frá L’Occitane Fabulous Oil er gert úr sólblómum, baobab og gulrótarfræum sem er blandað saman við 5% shea olíu en Shea olían gerir algjört kraftaverk fyrir húðina!
Húðin verður silkimjúk og gljáandi án þess þó að hún verði klístruð. Hárið fær aukna mýkt og glansar dásamlega. En mælt er þó með því að nota aðeins örlítið magn á hárið.
Umbúðirnar eru þægilegar, há og smart flaska með spreystút sem auðvelt er að nota. Þú einfaldlega spreyjar olíunni á húðina og finnur hvernig olían byrjar strax að vinna á húðinni. Ilmurinn er léttur og ljúfur, alls ekki þungur, frekar svona léttur og hreinn ilmur.
Olían er búin að gera KRAFTAVERK á minni húð, því ég er búin að þjást af agalegum þurrki yfir vetrartímann, þurkast bara upp eins og gömul rúsína, en með hjálp Shea olíunnar hefur húðin náð aftur sinni mýkt og er eins og satín viðkomu. Algjört æði! Þetta er töfraefni. Það er bara þannig.
Fyrirtækið L’Occitane hefur framleitt olíur og húðvörur frá því 1980 og notið mikillar velgengni.
Nýlega fékk fyrirtækið eina stærstu viðurkenningu sem hægt er að fá á þessu sviði frá The United Nations Development Programme (UNPD) en viðurkenningin var fyrir fyrirmyndar fyrirtæki sem starfa fyrir og með konum í Burkina Faso.
Ef þú hefur ekki enn prufað vörurnar frá L’Occitane þá mæli ég með því að þú brunir út í Kringlu og fáir ráðgjöf um hvernig krem hentar þinni húð best.
Þessar vörur eru algjörlega frábærar!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.