Agúrkuskífurnar frá IROHA Nature voru æðisleg uppgötvun þar sem undirrituð er ein af þeim sem kannast of vel við þreytt og þrútin augu af margvíslegum ástæðum.
Það er að sjálfsögðu agúrkulykt af skífunum en þær innihalda einnig Ginseng sem minnar þrota á augnsvæðinu og vekur það upp og E Vítamín fyrir aukna næringu.
Notkunin fer þannig fram að þú þrífur augnsvæðið vel, leggur skífurnar yfir augun og lætur þær bíða á í 10-15 mínútur. Fyrir aukna kælingu er snilld að geyma bréfið í kæliskáp en í því eru 10 skífur.
Það er bæði gott að nota skífurnar á kvöldin eftir langan dag og einnig á morgnana áður en þú setur á þig farða til þess að endurnæra augnsvæðið.
Prófaðu skífurnar sjálf næst þegar þú ert þreytt í augunum og jafnvel með andlitsmaskanum fyrir auka lúxus. Þær fást í helstu apótekum og kosta í kringum 500 kr.
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com