Þessi andlitsúði úr rauða afríska teinu er í stuttu máli sagt tær snilld! Það er frábært að úða honum framan í sig og á hálsinn þegar líður á daginn og maður er farinn að þreytast, eða bara hvenær sem þörf er á að fríska aðeins upp á útlitið.
Ég hef eiginlega ekki skilið hann við mig eftir að mér áskotnaðist eintak og ég er farin að kalla hann Óla ferðafélaga.
Þessi hressandi úði varðveitir húðina, endurnýjar og blæs nýju lífi í hana um leið og hann gefur henni raka og næringarefni sem vinna gegn öldrun. Úðinn er samsettur úr afrísku rauðu tei, hvítu tei og granateplum og er stútfullur af einhverjum bestu andoxunarefnum sem hægt er að gefa húðinni. Maður hreinlega sér hvernig svitaholurnar dragast saman og húðin ljómar af heilbrigði.
Óli ferðafélagi er skýrt dæmi um það hvernig hægt er að tengjast snyrtivöru tilfinningaböndum!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.