Í sumar uppgvötaði ég snyrtivörurnar frá Cee Cosmetics en Cee býður upp á fjölbreytt úrval af snyrtivörum sem hentar pjattrófum á öllum aldri og ekki skemmir fyrir að vörurnar eru á viðráðanlegu verði.
Ég er alveg einstakleg ánægð með púðurmeikið frá Cee og hef notað það óspart í allt sumar.
Þessi snyrtivara er sem sagt bæði púður og meik í einni dollu. Það hylur mjög vel án þess þó að búa til of mikla grímu eða þá að áferðin verði kekkjótt. Vegna þess hve vel púðurmeikið hylur hentar það á erfið svæði eins og ör eða útbrot þ.e. púðurmeikið gefur mjög jafna áferð.
Púðurmeikið hentar öllum húðgerðum, er án allra ilmefna og er fáanlegt án olíu. Þess vegna er púðurmeikið kjörið fyrir blandaða og eða feita húð vegna þess að það gerir húðina mattari og tekur glans en veitir á saman tíma silkiáferð.
Cee púðurmeikið er á topp fimm listanum mínum yfir uppáhalds snyrtivörurnar í dag.
[usr 5.5]Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.