Naturally Nourishing Milk and Honey er nýtt og æðislegt body lotion frá Burt’s Bees sem hentar fyrir venjulega til þurra húð.
Kremið er létt og rakagefandi ásamt því að vera mjög nærandi.
Í kulda og veðrabreytingum á húðin mín það til að þorna og finn ég fyrir óróleika sem veldur pirringi og óþægindum á húðinni sjálfri. Ég fer í sturtu á hverjum degi og stundum oftar vegna æfinga. Þess vegna vantaði mig krem til þess að halda réttum raka og mýkt á húðinni. Síðan ég byrjaði að nota þetta krem hefur húðin mín tekið stakkaskiptum! Hún er mýkri, góður raki, enginn kláði og unaðsleg lykt!
Kremið inniheldur mjólk sem nærir húðina á meðan hunangið hjálpar til við að mýkja húðina og gefa henni fallegan gljáa. Að auki inniheldur kremið sólblóma-ólífu- og kókoshnetuólíu.
Kremið er mjög ríkt af E-vítamíni og er 99% náttúrulegt! Það er ekki fitugt og fer fljótt inn í húðina ásamt því að halda henni rakri og gefa næringu í allt að sólahring.
Þetta snilldar krem reynist mér mjög vel og get ég mælt eindregið með því fyrir alla þá sem vilja fríska, hressa eða bara kæta kroppinn.
Það besta er líka hvað rakinn helst lengi í húðinni og þessvegna er þetta snilld fyrir fólk með þurra húð.
Viktoría Hinriksdóttir er yngsta pjattrófan. Fædd í ljónsmerkinu árið 1994. Hefur áhuga á öllu sem tengist hreyfingu og íþróttum, mataræði, tísku og öðru sem gerir lífið fallegra, betra og skemmtilegra.