Í byrjun árs var ég svo heppin að fá kaupauka með guðdómlega góðu ilmvanti, Néroli Orchidee, sem ég keypti í L’Occitane-búðinni í Kringlunni.
Kaupaukinn innihélt meðal annars serum úr Immortelle línunni. Ég skil ekki af hverju ég hef látið serum alveg fram hjá mér fara. Því í dag er Immortelle serumið ómissandi hluti af minni daglegu húðumhirðurútínu.
Immortelle
Immortelle vörurnar eru mínar allra uppáhalds snyrtivörur og satt best að segja þær bestu sem ég hef notað. Þetta eru gæða vörur sem eru hverrar krónu virði.
Immortelle eða hið „eilífa blóm“ eins og það er gjarnan kallað er einskonar náttúrulegur hrukkubani og sólarvörn vegna ilmkjarnaolíu sem unnin er úr blóminu.
Ilmur olíunnar er ósvikinn; náttúrulegur og guðdómlega góður enda er olían unnin á lífrænan máta.
Serumið nota ég á morgnana undir BB eða CC krem eftir að ég hef borið á mig rakakrem úr sömu línu.
Húðin lifnar við og litaða dagkremið eða farðinn dreifist betur og endist lengur. Í hverju glasi eru yfir 1000 Immortelle blóm með virkum efnum sem draga úr öldrun húðarinnar.
Ljómi – ferskleiki – heilbrigði. LOOVE IT!!
[usr 5 img=”03.png”]Lestu einnig
HÁR: Franskar konur fara ekki út með blautt hár – 7 atriði sem franskar konur gera ekki við hárið á sér
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.