Maður á alltaf eitthvað uppáhalds í snyrtibuddunni sinni og sjálf er ég alltaf svo hrifin af varalit og naglalökkum.
Eftirfarandi eru nokkur eftirlæti:
Almost lipstick frá Clinique – liturinn Flirty Honey 41.
Þessi litur er eins og segir næstum því varalitur og líka næstum því gloss. Ég nota hann daglega og það er alveg sama hvort ég er “casual” eða að klæða mig upp, hann passar við öll tækifæri. Varaliturinn (eða almost) er með mikinn raka og endingargóður. Hér má sjá fyrri umfjöllun Gunnhildar um kinnalit í sömu línu.
Rouge in love frá Lancome – litur 156b.
Alveg svakalega smart varalitur með orange (eða coral) tón og litlum gylltum ögnum. Hann er mjög flottur við einfalda förðun eins og þykkan svartan eyeliner og mikinn maskara, léttur 60’s bragur yfir honum. Annars er Rouge in Love varalitan frá Lancome alveg einstök. Ótal margir litir, einfaldar umbúðir og mjög endingargóður og flottur varalitur. Smelltu hér til að fara á FB síðu Lancome á Íslandi. Fullt af upplýsingum.
Juicy Tubes – liturinn Peace And Flowers nr. 30.
Þessi gloss eru frábær og ég hef notað þau í fjöldamörg ár. Peace and flowers er ljósbleikt og með litlum glimmerögnum og er fallegt eitt og sér til þess að hressa aðeins upp á varirnar.
Sally Hansen Salon Manicure – liturinn 404 Greige Gardens.
Fallegt verðlaunanaglalakk frá Sally Hansen sem er ljósfjólublátt og passar við allt, það er endingargott og pensillinn er flatur sem gerir manni auðvelt að setja það á sig, ég mæli með þessum lit fyrir sumarið!
_______________________________________________________________
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig