Haustið er rétti tíminn til að dekra við húðina! Við þurfum að verja hana fyrir veðurbreytingum og kulda, með því að veita henni raka og næringu.
Með lúna fætur, vöðvabólgu og þurra húð ákvað ég að skella mér í dekur á snyrtistofuna Morgunfrú og sé ekki eftir því enda fátt jafn endurnærandi og gott fyrir pjattrófu og að láta dekra við sig á góðum stað í friði og ró.
FÓTSNYRTING
Hún Erla tók vel á móti mér og lét renna í heitt fótabað til að mýkja húðina á fótunum meðan ég slakaði á með tískublöð. Svo bar hún skrúbb á fæturna og nuddaði alla dauða húð burt, þá tók við tæki til að fjarlægja sigg, naglabönd og pússa neglur.
Að þessu loknu fékk ég notalegt fótanudd með mýkjandi kremi og var svo vafin inn í heitt handklæði á meðan Erla lakkaði neglurnar í nýjasta haustlitnum frá OPI. Gífurlega sátt náði ég að lesa nokkrar greinar í Nýju Lífi og slappa af, eitthvað sem er mjög sjaldéð í amstri dagsins hjá mér.
ENDURNÆRANDI ANDLITSBAÐ
Eftirá leit ég út fyrir að hafa farið í andlitslyftingu og húðslípun, ég þurfti ekki einu sinni að farða mig daginn eftir því það voru hvorki roði eða misfellur til að fela!
Á Morgunfrú eru notaðar Academie og Murad vörur. Það er markmið Morgunfrúar að nota bestu fáanlegar vörur sem einnig eru náttúrulegar, veita faglega og persónulega þjónustu og hún er sannarlega að standa sig í því.
Hægt er að fá krem og hreinsa á Morgunfrú fyrir hvaða húðtegund sem er. T.d húð sem þjáist af viðkvæmni, þurrki, öldrunareinkennum eða húð með fituvandamál og bólur. Einnig er til æðisleg lína sem er uppbyggð af ilmolíum og er 100% nátturleg.
Í október er tilboð á 90 mínútna andlitsmeðferðum á stofunni – þvílíka dekrið! Kynntu þér það hér!
Ég gekk út af Morgunfrú endurnærð og létt á fæti og hlakka virkilega til að finna mér tíma til að fara þangað aftur fljótlega. Hér er snyrtistofan Morgunfrú á FB: www.facebook.com/Morgunfru
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.