Dísa í Worldclass sagði í viðtali við hið nýútgefna Man-Magazin að hún hefði aldrei farið í fegrunaraðgerðir en væri hinsvegar dugleg að fara í ávaxtasýrumeðferðir og andlitsböð.
Á Snyrtistofunni Garðatorgi er boðið upp á meðferð frá Dr. Murad en hér er um að ræða gríðarlega virka meðferð þar sem notaðar eru ávaxtasýrur og ávaxtaensím til þess að ná hámarksárangri.
Dr. Murad var fyrstur til að nota svokallaðar ávaxtasýrur í húðmeðferð og öll hans nálgun á húðfegrun og lausnum við húðvandamálum hefur komið af stað miklum breytingum í þessum geira.
Murad er er aðstoðarprófessor við húðlækningadeild UCLA skólans í Los Angeles og tímaritið Vouge segir hann besta húðlækni Bandaríkjanna. Vörur hans og meðferðir eru með því heitasta í Los Angeles í dag og víða er að finna snyrtistofur sem vinna með vörur hans en á sama tíma er hann einnig í samstarfi við sjúkrastofnanir þar sem unnið er út frá hans kenningum.
Ávaxtasýrumeðferðin frá Dr. Murad sem boðið er upp á hjá Snyrtistofunni Garðatorgi fjarlægir dauðar húðfrumur, grynnkar fínar og djúpar línur, þéttir húð og húðholur.
Ásýnd húðarinnar batnar strax og húðin fær á sig fallegan ljóma. Rakastig húðar batnar og gert er við skemmdir af völdum stakeinda um leið og yfirborð húðarinnar sléttist og jafnast.
Vinkonur okkar á Snyrtistofunni Garðatorgi ætla að bjóða tveimur lesenda okkar að prófa þessa mögnuðu meðferð.
Skelltu þér bara á Facebook síðuna þeirra, láttu þér líka við hana og skildu eftir fallega kveðju. Svo hafa þær samband við þig ef þú ert heppin! Líkurnar eru meiri en í Lottó 😉
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.