Margrét Erla Maack er landsmönnum kunnug úr Ríkissjónvarpinu en fyrir þau sem dást að sirkuslífi er hún sérleg sirkusdrottning.
Hún ferðast nú um landið með Sirkus Íslands en fyrir henni fer mest í sýningunni Skinnsemi. Margrét er pjattrófa eins og við hinar, pjattrófa sem bætir á sig farða eftir fjölda sirkussýninga þann daginn.
Hver er uppáhalds snyrtivaran þín þessa dagana? Sturta.
Meik, púður eða bæði? Er komin í BB-kremaklúbbinn.
Trikk í förðun? Að mála sig og greiða sér áður en maður ákveður í hvað maður ætlar að fara. Auðveldar ákvarðanatöku með dress.
Besti maskarinn? Þessi guli frá Maybelline.
Bætirðu á make-öppi yfir daginn eða er það bara morgunrútina og svo út? Fer eftir fjölda sirkussýninga.
Hvernig geymirðu snyrtidótið þitt? Það sem ég er með í stóru Mary Poppins-töskunni geymi ég í Hello Kitty-buddu sem ég keypti á Akureyri fyrir einhverjum árum. Heima er dót sem ég nota sjaldan í körfu sem lítur út eins og það komi snákur upp úr henni ef ég myndi spila á flautu.
Hvað þrífurðu förðunarburstana oft? Alltof sjaldan.
Uppáhalds rakakremin? Eucerin
Varalitur eða gloss? Varalitur
Hver er flottust? Amma Erla og Ragnheiður Maísól, besta vinkona, þegar hún tekst á loft.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.