Sigurlaug Dröfn oftast kölluð Silla er förðunarfræðingur og annar eigandi Reykjavík Makeup School.
Hún er ótrúlega fær í sínu fagi og hefur förðunarskólinn sem hún og Sara Dögg Johansen eiga í sameiningu fengið mikil loforð.
Þær Sara eru einnig kennarar skólans og standa sig ótrúlega vel enda fyllist í skólann á hverri önn.
Mig langaði til að kíkja ofan í Snyrtibudduna hennar Sillu og spurði hana nokkurra spurninga:
Hver er uppáhalds snyrtivaran þín þessa dagana? Uppáhalds núna er nýji marmarakinnaliturinn frá Makeup Store sem heitir Rosso Verona.
Meik, púður eða bæði? Oftast bara farða og wonder powder.
Trikk í förðun? Spreyja dust með fix+ úr Mac , hita augnbrettara áður en maður notar þá, setja blýant í efri vatnslínu til að fá þéttari eyeliner. Nota einnig mjög sjaldan svarta augnskugga í skyggingar.
Besti maskarinn? Besti maskarinn finnst mér vera Shocking frá YSL.
Bætirðu á make-öppi yfir daginn eða er það bara morgunrútina og svo út? Ég bæti á mig kannski smá meiri kinnalit og augnskugga ef ég er að fara eitthvað en annars er varalitur eitthvað sem ég get ekki verið án svo að ég bæti honum alltaf á mig yfir daginn aðallega.
Hvernig geymirðu snyrtidótið þitt? Ég geymi það í snyrtibuddu ofan í tösku.
Hvað þrífurðu förðunarburstana oft? Ég er að þrífa þá ca einu sinni í viku , stundum oftar ! Fer allt eftir notkun hahaha!
Uppáhalds rakakremin? Uppáhalds rakakremið mitt er Hydra beauty kremið frá Chanel.
Varalitur eða gloss? Varalitur!
Hver er flottust? Linda Hallberg
Takk fyrir þetta Sigurlaug!
Svanhildur Guðrún sporðdreki sem fæddist árið 1993, sama ár og Spice Girls urðu til. Hún er förðunarfræðingur, útskrifuð úr Reykjavik Makeup School með næst hæstu einkunn úr sínum bekk. Svanhildur hefur óþrjótandi áhuga á förðun og öllu sem henni við kemur, en líka á heilsu, hreyfingu, útivist og Friends. “Friends þáttur á dag kemur skapinu í lag,” er hennar mottó > facebook.com/svanhildurmakeup