Við kíktum í snyrtibudduna hjá eðalpjattrófunni Helgu Kristjáns en hún starfar sem blaðakona, förðunarfræðingur og stílisti hjá Birtingi.
Fyrst…
HÚÐIN
Esteé Lauder DayWear (græna kremið) sem gefur frábæran ljóma, Chanel Vitalumiere meik, Max Factor Age Elixir 2 in 1 Foundation+ Serum og Loréal Lumi Magique foundation.
Verð að segja að Chanel meikið finnst mér ofmetið en er ofboðslega hrifin af meikinu frá Max Factor. Kippti Loréal meikinu með mér heim úr fríhöfninni á dögunum og finnst það æðislega fínt líka, góð náttúruleg áferð.
Ég er með hyljara frá Bobby Brown og Studio Finish frá Mac en þessum blanda ég oft saman til að fá réttan lit. Ég nota ‘highlighter’ frá Benefit sem fæst í flugvélum Icelandair. Hann heitir Watt´s up og er hinn fullkomni highlighter og í æðislega sætum umbúðum. Púðrið er svo Bio Detox Organic frá Bourjois en það nota ég bara yfir T-svæðið.
AUGUN
Augabrúnaskrúfblýantur frá Mac í litnum Spiked. Bobby Brown augabrúnagel er eitthvað sem ég hef átt í fjölda ára og get ekki verið án og svo nota ég augnhárabrettara. Augnskuggarnir núna eru frá Mac, en þeir sem ég nota mest eru Woodwinked (gulllitaður) og Satin Taupe (sanseraður brúnn)og Brown Down (dökkbrúnn og mattur) og black tied (svartur).
Ég er með tvo maskara, Bourjois Volumizer, maskari í tveimur skrefum og Dior 360° sem er titrandi maskari. Eyelinerinn heitir Long Wear Gel frá Bobby Brown (blautur) og svo er ég með Max Factor Kohl Pencil (húðlitaður augnblýantur sem ég nota á innri augnlínu).
KINNAR
Kremaður og gullfallegur kinnalitur frá YSL – elska umbúðirnar! í fallegum kóral lit og annar frá H&M í skærum kórallit.
VARIR
Varalitur frá Lancome og Chubby Stick frá Clinique. Praire varalitur frá Make Up Store, mögulega guðdómlegasti Kórallitur í heimi.
ANNAÐ…
Vaselin (allra meina bót) og sólarpúður frá Clinique. Naglaklippur, fimm förðunarburstar, nokkur gloss og naglalakk frá merki sem heitir Ingrid og ég fann í Krónunni á Reyðarfirði – gott stöff.
Hver var fyrsta snyrtivaran þín og hvernig gekk?
Ég man ekki eftir fyrstu snyrtivörunni sem ég átti sjálf en ég stalst í snyrtivörur móður minnar frá unga aldri og fylgdist með henni sparsla á sig snilldarlega í anda níunda áratugarins. Ég man eftir að hafa prófað brúnkukrem í kringum tólf ára aldur og mætti appelsínugul og flekkótt í jarðarför, eins og asni! Ég notaði Vaselin sem “highlight” og á augabrúnirnar mjög snemma og dáðist að YSL-stöffinu hennar mömmu.
Hverjar eru 5 uppáhalds snyrtivörur þínar?
Þessi er svolítið erfið!
1. Estee Lauder DayWear (græna kremið) sem gefur frábæran ljóma
2. Highlighter frá Benefit, Studio Finish hyljari frá Mac.
3. Uppáhalds varaliturinn minn er frá Make Up Store og heitir Praire og er guðdómlegasti kórallitur í heimi.
4. Augabrúnagel frá Bobby Brown!
5. Ég splæsti í “græna kremið” frá Estée Lauder (ódýrast í flugvélum Icelandair) og það er eitthvað sem ég mæli með að allar konur kaupi þegar þær vilja gera vel við sig. Besta krem í heimi. Það gefur frábæran lit, er gott fyrir húðina og lyktar undursamlega-og er með spf-i.
Besti maskarinn? Hef enga trú á dýrum maskörum, finnst Bourjois Volumizer betri en 360 frá Dior.
Hvaða snyrtivöru kaupir þú aftur og aftur? Ég er dugleg að prófa nýjar vörur en það sem ég kaupi alltaf aftur er Satin Taupe augnskuggi frá Mac.
Hvaðan færð þú hugmyndir þínar að förðun og stílíseringu? Ég skoða öll tískutímarit sem ég kemst í, hvort sem þau eru japönsk, þýsk, hollensk, frönsk, ítölsk, skandinavísk etc…Ég tek stóran tískubloggrúnt, oft á dag, og er dugleg að skanna netið. Innblástur er líka allt í kringum mann og ég heillast af einhverju nýju á hverjum degi. Mér finnst fátt skemmtilegra og ég slappa sjaldan meira af en við að horfa á förðunarmyndbönd á netinu. Ég held sérstaklega upp á Pixiwoo-systur og Lisu Eldridge, sem eru alltaf að kenna mér eitthvað nýtt og veita mér mikinn innblástur, þær eru þvílíkir listamenn!
Hvaða 5 persónur myndi þig helst langa til að farða?
1. Sophiu Loren af augljósri ástæðu!
2. Karen Elson
3. Malgosiu Bela
4. Lara Stone
5. Maggie Rizer (og Audrey Marney- og auðvitað Erin O´Connor. Elska stóra nefið hennar og þykku augabrúnirnar!)
Nefndu eitt verkefni sem er þér sérlega minnistætt og hvers vegna? Það er ekkert eitt sem stendur upp úr, hef stundum þurft að redda mér við furðulegar og erfiðar aðstæður! En mér finnst alltaf gaman að kynnast konunum sem eru í stólnum hjá mér. Þær hafa allar sínar sögur að segja.
Hvaða algengu förðunarmistök finnst þér konur gera? Þetta klassíska-að nota of mikið af farða og oft í röngum lit, of mikið púður, sem sest í hrukkur og eldir, of dökkar augabrúnir (og ofplokkaðar, ííík) Skinkulúkk heillar mig ekki.
Það var aldeilis hressandi að kíkja í snyrtibudduna hjá alvöru fagkonu sem veit hvað hún syngur. Að lokum kemur hér myndband frá Pixiwoo systrum sem kennir okkur brúðkaupsförðun Kim Kardashian:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=s5bO58KQCmU[/youtube]
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.