Elín Erna er förðunarfræðingur útskrifuð úr Mood Makeup School. Hún hefur verið dugleg að taka að sér verkefni í förðun og er ótrúlega klár í því sem hún gerir!
Daman er bloggari, skrifar á síðuna Elín Likes um allt tengt förðun og tísku. Ég fékk að kíkja í snyrtibudduna hennar.
Hver er uppáhalds snyrtivaran þín þessa dagana? BB kremið frá YSL er algjört uppáhald þessa dagana, ótrúlega náttúrulegt og létt á húðinni. Anastasia Brow Wiz stendur líka ávalt fyrir sínu og Réve De Miel varasalvinn frá Nuxe er ómissanlegur.
Meik, púður eða bæði? Fljótandi farði og svo púður á réttum stöðum, það er ekkert fallegra en glowy húð.
Trikk í förðun?
Að “tight læna” efri vatnslínuna með maskara, bara setja smávegis á lítinn bursta og ýta upp að augnhárunum (smitast ekki niður eins og með marga augnblýanta). Snillingurinn Linda Hallberg sýndi þetta í einu videoinu sínu og hefur það bjargað mér.
Besti maskarinn?
Mér finnst gamli góði Telescopic frá L’Oreal alltaf standa fyrir sínu en ég hef verið að nota Hypnose Drama frá Lancome uppá síðkastið, hann er líka algjört æði.
Bætirðu á make-öppið yfir daginn eða er það bara morgunrútina og svo út?
Ég er voða low maintenance þegar kemur að mínu meiköppi, gríp yfirleitt bara góðan varasalva með mér og ég er góð (eins og ég sagði, þá er ég sjúk í salvann frá Nuxe).
Hvernig geymirðu snyrtidótið þitt?
Malm borðið og Alex hillueiningin frá Ikea geyma mest allt dótið en ég er líka með litla glæra acrylic hirslu fyrir nokkrar uppáhalds vörur og varaliti. Gerði nýlega ítarlega færslu þar sem ég fer yfir allar hirslurnar.
Hvað þrífurðu förðunarburstana oft?
Ef ég er bara að nota þá sjálf þá bara á 1-2 vikna fresti en ef ég er að farða aðra þá eru þeir auðvitað þrifnir strax eftir á.
Uppáhalds rakakremin?
Hands down, Lait-Créme Concentré frá Embroylisse, mikið er ég glöð að það sé nú í boði á Íslandi!
Varalitur eða gloss? Varalitur, ekki spurning!
Hver er flottust? Úff svo margar, Mary Greenwell er guð og Rosie Huntington-Whiteley er það fallegasta sem ég veit um!
Svanhildur Guðrún sporðdreki sem fæddist árið 1993, sama ár og Spice Girls urðu til. Hún er förðunarfræðingur, útskrifuð úr Reykjavik Makeup School með næst hæstu einkunn úr sínum bekk. Svanhildur hefur óþrjótandi áhuga á förðun og öllu sem henni við kemur, en líka á heilsu, hreyfingu, útivist og Friends. “Friends þáttur á dag kemur skapinu í lag,” er hennar mottó > facebook.com/svanhildurmakeup