Það eru nokkrar snyrtivörur sem mér finnst alveg ómissandi í snyrtibudduna þegar veturinn gengur í garð og hér kemur smá listi yfir þá hluti sem ég mæli með þessa stundina…
1. Gott rakakrem-
Það er algjört ‘möst’ að nota gott krem þegar fer að kólna í veðri til að koma í veg fyrir þurrk og roða! Dæmi um gott rakarem sem hentar vel fyrir veturinn er Strobe kremið frá MAC, þetta krem gefur ekki aðeins raka heldur einnig smá ‘glow’…kemur sér vel þegar húðin er föl og hefur ekki fengið sól í langan tíma.
2. Brúnkukrem fyrir líkamann-
Segir sig sjálft…húðin verður fljótt föl og litlaus á veturna og þá er alltaf gott að geta sett smá brúnku á hendur og bringu. L’Oréal bjóða upp á gott úrval af brúnkukremum á viðráðanlega verði.
3. Góður farði-
Eitt það besta sem þú gerir fyrir húðina í íslenskum kulda er að verja hana! Gott krem og góður farði gera einmitt það. Svo gerir flottur farði húðina bara svo fallega. Meikin frá Clinique eru alltaf góð.
4. Varasalvi-
Við viljum ekki skorpnar og skrælnaðar varir í vetur! Oonei! Burt’s bees eru með flotta varasalva.
5. Dökkt og vetrarlegt naglalakk-
Það er eitthvað svo haustlegt við dökkar neglur. Gráir, svartir og brúnir litir með smá sanseringu koma manni í vetrarskap. Naglalökkin frá Chanel klikka ekki…endalaust fallegir litir í boði hjá þeim.
6. Kinnalitur-
Fyrir föla húð! Eins og áður sagði er húðin fljót að missa allan lit eftir sumarið og verður ekki eins fersk…þá er gott að geta sett á sig fallegan bleiktóna kinnalit. Krem-kinnalitirnar frá Yves Saint Laurent er hrikalega góðir og gefa fallega áferð…mæli hiklaust með þeim!
7. Góð hárnæring-
Hárnæring gerir gæfumun fyrir þurrt og ‘frissy’ hár! Svo er ekki verra að eiga djúpnæringu líka til að nota af og til. Þá er sniðugt að setja djúpnæringuna í hárið og fara svo í gufubað (fyrir þær sem stunda sundlaugar og líkamsræktarstöðvar) í 10 mínútur. Hitinn hjálpar næringunni að virka og hárið verður siiiilkimjúkt. Bed head vörurnar eru alltaf góðar.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.