Ég veit. Þetta er mjög hress fyrirsögn en svona leið mér eftir að ég bar á mig Body Creator kremið frá Shiseido. Komum að því síðar…
Body Creator er eitt af þessum kremum sem er ætlað að stinna og strekkja svolítið á húð sem er hætt að vera jafn stinn og strekkt og hún var þegar hún var stinn og strekkt 😉 Og svei mér þá ef þetta hefur ekki tilætluð áhrif?
Eftir að hafa borið kremið á skrokkinn í nokkra daga er ég alls ekki frá því að finna svolítinn mun. Það er víst þannig með þessar vörur að maður verður að nota þær til að þær hafi tilætluð áhrif. Nota þær daglega og eins og maður á að gera. Lesa leiðbeiningarnar og fara eftir þeim. Þú veist, fara eftir uppskriftinni. Nudda vel inn og í rétta átt hverju sinni og allt það.
Og þá komum við að fyrirsögninni. Það skrítna er að við það að bera kremið á skrokkinn, rass, maga og læri, er eins og kælandi tilfinning bruni um blóðrásina og rassinum líður eins og hann hafi fengið skell. Mjög furðulegt og lætur manni sannarlega líða eins og kremið sé “að virka”. Sem er jú bara gott mál. Svo er þetta líka “aromatherapy” vara, sem þýðir að sérstök natni hefur verið sett í að láta lyktina af þessu hafa áhrif á skynfærin og hún gerir það svo sannarlega. Maður verður alveg high af hressi.
Og fyrst ég er komin út í þessa sálma þá er kannski vert að minnast líka á aðra vöru sem ég er að nota þessa dagana en hún er líka í Body Creator línunni frá Shiseido og heitir Aromatic Salt Scrub. Mjög ljúft og gott í sturtunni. Tekur í burtu allar dauðu húðfrumurnar og húðin verður voðalega stinn og mjúk á eftir. Sérstaklega ef maður notar hampbursta eða svona grófa sturtuhanska til að bera þetta á. Enn betra er að taka body scrub með í sund og skrúbba skrokkinn eftir að hafa farið í heita pottinn og gufuna. Þá erum við að tala um árangur og húðin verður þér voðalega þakklát enda komið sumar og þá fer að sjást meira af henni. Og auðvitað vil hún líta vel út þegar það sést meira af henni.
Ef þú átt síðan leið á sólarströnd í sumar þá skaltu endilega taka svona scrub með þér því húðin endurnýjar sig svo hratt í sólinni og því er um að gera að skafa dauðu húðfrumurnar reglulega af. Þá færðu líka fallegri hörundslit eða -betra beis tan- eins og sumir myndu segja.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.