Hinir hollensku Viktor & Rolf skelltu sér til Parísar á dögunum þar sem vorlínan 2010 var sýnd á tískuviku.
Tískusýningin hjá strákunum var hrein og tær hönnunarsnilld, örlítill þrívíddar effekt varð að algeru augnakonfekti fyrir gesti en þar leit helst út fyrir að Edward Scissorhands hefði farið fimum höndum um chiffonið sem gerði kjólana að tærri snilld á sviði.
Og auðvitað fengu þeir eina flottustu söngkonu breta og ein af mínum uppáhaldslistakonum, Roisin Murphy, til að syngja live á sýningunni…
-úfff hefði svooooo viljað sitja í salnum.
myndbönd af sýningu Viktor & Rolf hér:
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.