Bloggarinn okkar til margra ára, hún Tinna Eik Rakelardóttir, er um þessar mundir stödd í stórborginni London þar sem hún hyggst fara á tónleika með One Direction í kvöld.
Ferðalagið planaði hún fyrir tæpu ári síðan, eða um ári eftir að æðinu fyrir One Direction laust niður í höfuð hennar og ekki varð aftur snúið.
Nú magnast spennan og Tinna heldur fast um snjallsímann sinn, logguð inn á @pjattsnapp þar sem hún leyfir okkur að fylgjast með því sem fram fer.
Hún ætlar líka að snappa eftirleikinn ef þetta fer ekki allt úr böndunum. Þegar tæplega þrítugar konur mæta á One Direction tónleika, ekki í foreldrahlutverki, getur auðvitað allt gerst.
Þegar við spurðum hana hvort þeim vinkonunum (sem eru að detta í þrítugt) þætti þetta bara alveg eðlilegt þá gaf Tinna lítið fyrir það og spurði á móti:
„Hvað er eðlilegt? Við vitum amk að Kate Moss var æst á tónleikunum í gærkvöldi í One Direction bol og Nicholas Grimshaw, útvarpsmaður og X-factor dómari og almennur snillingur var líka mættur,” segir Tinna.
„Við erum allavega bara að skemmta okkur geggjað vel og höfum litlar áhyggjur af hvað öðrum finnst um það hvernig við förum að því.
Ef karlmenn mega grenja og garga á tvítuga menn í stuttbuxum með bolta er ekkert undarlegt við það að okkar mati að fara á tónleika með tvítugum mönnum í skinny jeans.”
Fylgstu með Tinnu og vinkonum hennar á One Direction tónleikum í kvöld með því að finna okkur á Snapchat @Pjattsnapp.
__________________________________________________
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.