Í tilefni þess að Valentínusardagurinn er í uppsiglingu langar okkur Pjatrófum að fara af stað með rómantíska örsögukeppni.
Þú sendir okkur stutta frásögn af því hvernig þú og maki þinn kynntust í fyrsta sinn, hvað þú sást við hann og hvernig það svo æxlaðist að þið byrjuðuð saman.
Við ætlum að velja þrjár flottustu sögurnar og dekra við sigurvegarana með stórglæsilegum vinningum:
_____________________________
1. Flug fyrir tvo til Amsterdam í sumar með WOW air
2. Dekur í Betri stofu Bláa lónsins, nudd fyrir ykkur bæði ofan í lóninu og glæsilegur kvöldverður á veitingastaðnum Lava.
2. Rómantískur kvöldverður með fordrykk, gisting í góðu rúmi og hressandi morgunverður á Hótel Holti í hjarta miðborgarinnar.
_____________________________
Þær sögur sem koma í sætin þar á eftir fá bæði gjafaöskju frá Ralph Lauren Polo fyrir sinn heittelskaða (eða elskuðu) og rómantíska ilminn Catch Me frá Chacarel fyrir sig sjálfar.
Þú átt að senda okkur þína sögu beint í tölvupósti (ekki sem viðhengi) merkta ‘Smásögukeppni’ á pjattrofurnar@pjatt.is og við birtum þær sem okkur lýst best á hér á Pjatt.is. Lesendur hafa sinn atkvæðisrétt með því að gera like og deila sögunni en svo fáum við líka sérfræðinga til að velja með okkur þær þrjár allra bestu.
Sestu nú niður, byrjaðu að skrifa sendu okkur örsöguna sem fyrst og hver veit nema þú og ástin þín eigið eftir að njóta lífsins í Amsterdam, fara saman í lúxusdekur í Bláa lóninu eða dvelja í góðu yfirlæti á Hótel Holti?!
Skilafrestur er til hádegis, mánudaginn 11. febrúar en Valentínusardagurinn verður fimmtudaginn 14 febrúar og þá birtum við niðurstöðurnar hér á síðunni.
ATH – Hámarkslengd sögunnar er 500 orð.
________________________________________________________________________
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.