Þegar kemur að tísku þá eru það smáatriðin sem ég tek eftir og heillast af. Ég á einmitt svipaða hluti sem birtar eru á þessum myndum og af nægu er að taka til að fá stílhugmyndir og frekar auðvelt að vinna úr til að gera að þínum stíl.
Nú eru útsölur hafnar í flestum verslunum og hægt að gera frábær kaup á flottum vörum því auðvelt er að nálgast svipaðar flíkur og þeim sem þú sérð á þessum myndum… en mundu bara að fyrstir koma fyrstir fá.
Bolurinn með blinginu á ermum fæst t.d. svipaður í Selected Femme í Smáralind, skartgripirnir hjá Sif Jakobs Leonard, kragann er hægt að finna hjá flestum ungum íslenskum hönnuðum á Laugaveginum, AndreA boutique Strandgötu Hfj, feldur Kolaportið eða í vintage verslunum.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.