Það er algerlega frábært að sjá verkin hans Karls Lagerfeld og hvernig hann fer alltaf listavel í litlu atriðin.
Þegar litið er vel í öll smáatriðin á tískusýningunni þá er vel hægt að dást að allri vinnunni sem lögð hefur verið í þetta hjá hönnuðunum; Fjaðrir, perlur, útsaumur, blúndur allt brjálæðislega flott en fáránlega dýrt, þannig að ég ætla bara leyfa mér að dást að því sem meistarinn Karl Lagerfeld hefur skapað fyrir Chanel.
Og vá förðunin er líka brjálæðislega flott! Fæ mér bara Chanel maskara í staðinn… ræð nú við það í kreppunni.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.