Sagan af snyrtifræðingsmömmunni sem sprautar átta ára dóttur sína með bótox er vægast sagt furðuleg (lestu hana hér ef þú ert ekki búin að því).
Og hún er ekki bara furðuleg af því það er furðulegt að bótoxa barnið sitt heldur er hún skrítin vegna þess að þegar mömmunni er slegið upp á Google kemur ekkert upp. Ég er búin að flakka aðeins á milli bjútíblogga í dag og stelpurnar sem halda þeim úti virðast flestar sammála um að þetta hljóti að vera lygasaga.
Sagan er í fyrsta lagi spes af því allir snyrtifræðingar sem reka snyrtistofur eru rekjanlegir á netinu. Þær halda úti heimasíðu eða eru a.m.k. á fyrirtækjaskrá. Svo er líka frekar sérstakt að sagan var fyrst sögð af breska blaðinu The SUN sem er kannski ekki trúverðugasta blað í heimi og snyrtifræðingurinn sem sagan fer af á að búa í San Fransisco. Hvernig stendur á því að fjölmiðlar í grenndinni við hana sýndu þessu ekki áhuga fyrr?
Kerry Campbell snyrtifræðingur er ekki til á Facebook, hún er ekki á skrá yfir snyrtifræðinga í Kaliforníu og ekki á Google og bara hvergi. Sem er undarlegt þar sem konan segist svo ógurlega æst í að eiga frægt barn. Britney Campbell kemur heldur ekki fram þegar hún er gúgluð sem keppandi í fegurðarsamkeppnum barna.
Ég las líka einu sinni frétt í National Enquire um 2000 ára mann sem féll húðaður í froðu úr úr 2000 ára tré í Síberíu. Enn lifandi. Ég trúði henni ekki og ég trúi ekki þessu með bótoxbarnið. Þó það sé mynd ‘og allt’.
Trúir þú þessu?
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.