Ég hef aldrei verið mikill aðdáandi g-strengsins svokallaða og spila einna helst á hann þegar ég fer í þröngar buxur en langar ekki að vera með fjóra rassa.
Þú skilur. Það er fátt verra en VPL (visible panty line) þegar maður ætlar að úsa af kynþokka og elegans.
Því varð ég óskaplega sátt þegar ég á dögunum rakst á frábæran undirfatnað frá Sloggi.
Já, ég sagði Sloggi!
Sloggi er orð sem kemur stundum upp í hugann þegar fólk hugsar um nærbuxurnar hennar langömmu en auðvitað breytast tímarnir og undirfatnaðurinn með. Framleiðendur Sloggi (ég elska þetta nafn) hafa sett á markaðinn ferlega fínar nærbuxur sem heita einfaldlega Hot Hips.
Þær eru algerlega lausar við sauma og leggjast upp að líkamanum þannnig að það sést ekkert að þú ert í nærbuxum.
Þannig getur þú farið í þröngar leggings eða gallabuxur og beygt þig á alla kanta án þess að hafa áhyggjur af því að mávurinn (‘vængirnir’ á g-strengnum) kíki upp.
Þetta er sannarlega kærkomið fyrir margar dömur sem kunna illa við g-strengs vesen en vilja ekki skarta fleiri þjóhnöppum en guð setti á okkur.
Sloggi Hot Hips fást t.d. í Lyfju og kosta í kringum 2000 kr.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.